Landsliðsæfingum og fjölliðamótum frestað

Arnar Pétursson og hans konur í landsliðinu hafa lent í …
Arnar Pétursson og hans konur í landsliðinu hafa lent í ýmsum skakkaföllum frá því hann tók við liðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að landsliðsæfingum og fjölliðamótum hjá yngri flokkum yrði frestað vegna þeirrar óvissu sem ríkir varðandi kórónuveiruna hérlendis. 

A-landslið kvenna átti til að mynda að koma saman til æfinga 28. september til 4. október en ljóst er að því verður frestað. 

Í tilkynningunni frá HSÍ má sjá hvaða viðburði er um að ræða. 

mbl.is