Fyrsti sigur HK kom í Garðabæ

HK fagnaði sætum sigri á Stjörnunni.
HK fagnaði sætum sigri á Stjörnunni. Ljósmynd/Íris

HK vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld er liðið gerði góða ferð í Garðabæinn og vann 25:23-sigur á Stjörnunni. 

Mikið jafnræði var með liðunum framan af í fyrri hálfleik en með góðum endaspretti tókst HK að ná þriggja marka forystu fyrir hálfleiksflautið 12:9. 

Stjörnunni tókst að jafna metin í 15:15 í seinni hálfleik en HK-ingar voru sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum sætan sigur. 

Díana Kristín Sigmarsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru markahæstar hjá HK með sex mörk og Sigríður Hauksdóttir gerði fimm mörk. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði átta fyrir Stjörnuna og Sólveig Lára Kjærnested sjö. 

HK er með tvö stig eftir þrjá leiki og Stjarnan fjögur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert