Gróttumenn jöfnuðu í blálokin

Daníel Örn Griffin sækir að marki KA í leiknum í …
Daníel Örn Griffin sækir að marki KA í leiknum í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA og Grótta mættust í þriðju umferð Olísdeildar karla í KA-heimilinu á Akureyri nú í dag. Leiknum lauk með 25:25 jafntefli.

Fyrri hálfleikur var frekar kaflaskiptur og skiptust liðin á að hafa forystu. Gróttumenn komust í 6:3 áður en KA-menn tóku 4:0 kafla og komust í 7:6 um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það varð meira jafnræði með liðunum, þó voru Gróttumenn alltaf skrefi á undan í fyrri hálfleik. Staðan 12:11 fyrir Gróttu þegar fyrri hálfleik lauk. 

Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi líkt og sá fyrri. Liðin skiptust á að hafa forystu og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Þegar leið á leikinn voru það KA-menn sem höfðu yfirhöndina á meðan Gróttumenn eltu.

Þegar 59 mínútur voru liðnar fengu KA-menn dauðafæri til þess að komast í 26:24 en Stefán Huldar varði frábærlega frá Daða Jónssyni. Gróttumenn áttu þá loka sókn til þess að jafna. Gunnar Dan fékk boltann inn á línuna og átti skot í stöng og í innkast. Dómarar leiksins vildu meina að Svavar í marki KA hafði komið við boltann og Gróttumenn héldu boltanum. Dómur sem KA-menn voru afar ósáttir við. 

Birgir Steinn Jónsson nýtti tækifærið og jafnaði metinn í 25:25 þegar 7 sekúndur voru eftir og þar við sat. Lokatölur 25:25 í jöfnum og skemmtilegum leik. Eftir leikinn eru KA-menn með 3 stig en Gróttumenn með 2 stig.

Árni Bragi Eyjólfsson var atkvæðamestur KA-manna með níu mörk. Hjá Gróttu var Ólafur Brim Stefánsson markahæstur með fimm mörk. Stefán Huldar Stefánsson var öflugur í marki Gróttu en hann varði 13 skot. Nicholas Satchwell varði 8 skot í marki KA.

KA 25:25 Grótta opna loka
60. mín. Grótta (Grótta) tekur leikhlé 59:16 á klukkunni og Gróttumenn í sókn. Arnar Daði tekur leikhlé
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert