Stjórnin sagði af sér vegna uppsafnaðra skulda

Gróttumenn eru nýliðar í Olísdeildinni.
Gróttumenn eru nýliðar í Olísdeildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stjórn handkattleiksdeildar Gróttu hefur sagt af sér og skilað umboði sínu til aðalstjórnar félagsins. Handbolti.is greinir frá og segir að ástæða uppsagnarinnar sé skuld sem nemur 23 milljónum króna. 

Að sögn miðilsins vildi stjórnin ekki taka við skuldinni þar sem aðalstjórn Gróttu hafi ekki rækt skyldur sínar að undanförnu. Hefur aðalstjórninni brugðist í hlutverki sínu með að hafa eftirlit af rekstri deildarinnar að mati fráfarandi stjórnar. 

Lagði aðalstjórn fram drög að samkomulagi um að handknattleiksdeildin greiddi skuldina upp á næstu 20 árum, en slíkir samningar komu ekki til greina hjá fráfarandi stjórn. 

Grótta er nýliði í Olísdeild karla og þá er kvennalið félagsins með lið í Grill 66 deildinni, 1. deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert