Kristján fór vel af stað í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson á landsliðsæfingu.
Kristján Örn Kristjánsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, sem gekk til liðs við franska félagið Aix frá ÍBV í sumar, fékk óskabyrjun þegar lið hans mætti Frakklandsmeisturum París SG á útivelli í fyrstu umferð 1. deildarinnar um helgina.

Kristján Örn gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk úr níu skotum fyrir Aix og var markahæsti maður liðsins gegn Nikola Karabatic, Mikkel Hansen og félögum sem unnu að lokum sigur á Aix, 34:31.

Kristján er eini íslenski leikmaðurinn í frönsku 1. deildinni í vetur en markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson leikur með Nice í 2. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert