Markakóngurinn fer vel af stað

Bjarki Már Elísson skorar í landsleik.
Bjarki Már Elísson skorar í landsleik. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Bjarki Már Elísson varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á síðasta tímabil og hann hélt uppteknum hætti í dag þegar Lemgo tók á móti Coburg í fyrstu umferðinni á nýju tímabili.

Lemgo vann öruggan sigur, 33:26, og Bjarki Már var markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk, eitt þeirra úr vítakasti.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem vann góðan útisigur á  Magdeburg, 31:27. Þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu sitt markið hvor fyrir Magdeburg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert