Einn nýliði í landsliðshópnum

Óskar Ólafsson er í íslenska landsliðshópnum.
Óskar Ólafsson er í íslenska landsliðshópnum. Ljósmynd/Drammen

Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen í Noregi, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðshópnum í handknattleik en Guðmundur Þ. Guðmundsson tilkynnti í dag sautján manna hóp fyrir leikina  gegn Litháen og Ísrael í undankeppni EM sem fram fara í Laugardalshöllinni 4. og 7. nóvember.

Óskar hefur leikið með Drammen undanfarin ár og er alinn upp í Noregi. Hann hefur verið lykilmaður í varnarleik liðsins en látið meira að sér kveða í sóknarleiknum en áður á þessu keppnistímabili.

Þá kemur Gísli Þorgeir Kristjánsson aftur inn í hópinn eftir meiðsli.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar, 229/13
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG, 17/0

Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 71/165
Oddur Gretarsson, Balingen, 18/31

Vinstri skytta:
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad, 123/230
Aron Pálmarsson, Barcelona, 148/576
Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH, 30/9
Óskar Ólafsson, Drammen, 0/0

Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern, 34/87
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg, 23/31
Janus Daði Smárason, Göppingen, 45/64

Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 46/129
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 10/17

Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer, 113/327
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kielce, 28/54

Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen, 51/67
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Necker Löwen, 41/18

mbl.is