Fjórtán íslensk mörk í sigri

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sjö.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sjö. Ljósmynd/Kristianstad

Fjórtán íslensk mörk litu dagsins ljós er Kristianstad hafði betur gegn Lugi, 38:24, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín og gerðu sjö mörk hvor, báðir í níu tilraunum. Ólafur lagði upp fjögur mörk og Teitur eitt. 

Kristianstad er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Næsti leikur liðsins er gegn þýska liðinu Füchse Berlin í Evrópudeildinni í Þýskalandi næstkomandi þriðjudag. 

mbl.is