Akureyringarnir ætla ekki til Ítalíu

Andri Snær Stef­áns­son til vinstri.
Andri Snær Stef­áns­son til vinstri. Ljósmynd/KA/Þór

Ak­ur­eyr­arliðið KA/Þ​ór stefnir á að taka þátt í fyrsta skipti í Evr­ópu­keppni kvenna í hand­knatt­leik í vet­ur og dróst liðið gegn Jomi Sal­erno frá Ítal­íu í 3. um­ferð Evr­ópu­bik­ars­ins í gær.

Ítalska liðið var dregið á und­an og samkvæmt áætlun átti því fyrri leikurinn að fara fram ytra 14. eða 15. nóv­em­ber og síðari leik­ur­inn á Ak­ur­eyri viku síðar. Andri Snær Stefánsson, þjálfari liðsins, segir ekki koma til greina að ferðast til Ítalíu. 

„Við höfum engan áhuga á að fara út. Annaðhvort fara leikirnir fram heima eða að við drögum liðið úr keppni,“ sagði Andri Snær við Handbolta.is. „Viðræður við forráðamenn Salerno-liðsins eru hafnar. Það er okkar ósk að báðir leikirnir fari fram á okkar heimavelli,“ sagði hann sömuleiðis. 

mbl.is