Landsbyggðarliðin eru í algjöru dauðafæri

Landsbyggðarliðin Þór og ÍBV ættu að vera í góðum málum.
Landsbyggðarliðin Þór og ÍBV ættu að vera í góðum málum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Olísdeild karla fór af stað með látum nú á haustmánuðum og fannst mér gaman að sjá hversu mörg lið komu á fljúgandi starti inn í fyrstu umferðirnar. Eftir fjórar umferðir varð því miður að stöðva deildina „út af dotlu“ og má búast við því að hún hefjist ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember.

Covid

Það verður svakalega spennandi að fylgjast með því hvernig liðin munu koma til leiks eftir „Covid-pásuna“. Sérstaklega í ljósi þess að liðin út á landi hafa fengið að æfa á fullu, meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu hafa getað gert lítið annað en heimaæfingar og útihlaup, mega reyndar fara í spinning núna en það er önnur saga. Að mínu mati eru landsbyggðarliðin því í algjöru dauðafæri að koma sterk inn í mótið þegar það byrjar aftur og eitthvað sem þau gera sér augljóslega grein fyrir og munu ætla nýta sér.

Þjálfarar í erfiðri stöðu

Ég öfunda ekki þjálfara liðanna í deildinni að sinna sínu starfi sem er oft á tíðum alveg nógu krefjandi þó svo þeir séu ekki með heimsfaraldur í ofanálag. Ég tel að þeirra stærsta verkefni á næstu mánuðum verði ekki endilega hvaða taktík þeir ætla að spila. Frekar hvernig þeir ætli að halda leikmönnunum sínum á tánum í gegnum þetta skrýtna tímabil. Handboltamenn eru nefnilega eins og aðrir landsmenn langþreyttir á þessu ástandi og því þurfa þjálfarar að sýna mikla leiðtogahæfni til þess að passa að leikmennirnir þeirra haldi einbeitingu á það sem skiptir máli. 

Sjáðu pistil Bjarna Fritzsonar í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert