Selfyssingurinn sterkur í sigri á toppliðinu

Janus Daði Smárason og félagar unnu toppliðið.
Janus Daði Smárason og félagar unnu toppliðið. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Janus Daði Smárason og félagar hjá Göppingen urðu í kvöld fyrstir til að vinna topplið Leipzig í 1. deild þýska handboltans í kvöld en lokatölur í Leipzig urðu 25:22. Janus var sterkur í leiknum og skoraði fimm mörk. Er Göppingen nú með fimm stig í níunda sæti. 

Bjarki Már Elísson var enn og aftur markahæstur hjá Lemgo er liðið vann Essen á heimavelli, 31:23. Bjarki skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Varð Bjarki Már markakóngur deildarinnar á síðustu leiktíð. Lemgo er í þriðja sæti með sjö stig. 

Bergischer er sömuleiðis með sjö stig eftir 30:30-jafntefli á útivelli gegn Hannover Burgdorf. Arnór Þór Gunnarsson tryggði Bergischer stig með marki úr víti. Arnór skoraði fimm mörk í leiknum en Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað hjá Bergischer

Þá skoraði Oddur Gretarsson sex mörk fyrir Balingen sem mátti þola naumt 26:27-tap á heimavelli gegn Ludwigshafen. Balingen er í botnsætinu og án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert