Frá keppni næstu 3-4 vikurnar

Alexander Petersson verður frá keppni næstu vikurnar.
Alexander Petersson verður frá keppni næstu vikurnar. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Rhein-Neckar Löwen og Leipzig um síðustu helgi. 

Alexander er með rifu í festingum þríhöfða upphandleggs við vinstri öxl. Hann staðfesti í samtali við Handbolta.is að hann yrði frá í þrjár til fjórar vikur. 

Löwen hefur farið nokkuð vel af stað í þýsku 1. deildinni og unnið þrjá leiki og tapað einum af fyrstu fjórum leikjunum. Ýmir Örn Gíslason leikur einnig með liðinu. 

mbl.is