Óvænt úrslit í Íslendingaslag

Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk.
Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk. Ljósmynd/Kristianstad

Óvænt úrslit litu dagsins ljóst í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld er Guif mætti toppliði Kristianstad á útivelli og fagnaði 30:29-sigri.

Þrátt fyrir tapið átti Teitur Örn Einarsson góðan leik hjá Kristianstad og skoraði sjö mörk. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur. Daníel Freyr Andrésson varði mark Guif. Kristianstad er enn í toppsætinu með 14 stig og Guif í áttunda sæti með átta stig. 

Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark í naumum 25:24-útisigri Alingsås á Helsingborg. Alingsås er í fjórða sæti með ellefu stig. 

mbl.is