Lagði upp sigurmark í fallslag

Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson leika með Sandefjord.
Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson leika með Sandefjord. Ljósmynd/Sandefjord

Sandefjord vann dýrmætan 1:0-sigur á Start í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Harmeet Singh skoraði sigurmarkið á 52. mínútu eftir fallega fyrirgjöf Viðars Ara Jónssonar. 

Viðar lék fyrstu 83 mínúturnar og var tekinn af velli á sama tíma og Emil Pálsson kom inn á. Guðmundur Andri Tryggvason lék ekki með Start vegna meiðsla. Jóhannes Harðarson þjálfar start. 

Sandefjord er í tíunda sæti deildarinnar með 26 stig en Start í 14. sæti með 19 stig. 

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Brann í 1:1-jafntefli gegn Stabæk. Jón Guðni og félagar eru í 13. sæti deildarinnar með 24 stig. 

mbl.is