Næst markahæstur í öruggum sigri

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk í dag. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Sigvaldi Guðjónsson skoraði sex mörk þegar lið hans Kielce heimsótti Zaglebie í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með ellefu marka sigri Kielce, 43:32, en Sigvaldi var næst markahæstur í liði Kielce og var með 100% skotnýtingu.

Kielce var með fulla stjórn á leiknum allan tímann og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 23:18.

Kielce er með fullt hús stiga eða 15 stig í efsta sæti deildarinnar og er með þriggja stiga forskot á Azoty-Pulawy sem er í öðru sætinu og á leik til góða á Kielce.

mbl.is