Evrópumótunum aflýst

Ísland vann silfur á EM U18 fyrir tveimur árum.
Ísland vann silfur á EM U18 fyrir tveimur árum.

EHF, Handknattleikssamband Evrópu, tilkynnti í dag að ekkert verði úr Evrópumótum U18 og U20 ára landsliða karla. Hafði Ísland tryggt sér þátttökurétt á báðum mótum. 

Áttu mótin upprunalega að fara fram í sumar en var frestað fram í janúar vegna kórónuveirunnar. Vegna nýrrar bylgju veirunnar víðs vegar um Evrópu hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa mótunum. 

EHF stefnir að því að halda mótin á nýjan leik samkvæmt áætlun næsta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert