Aron áberandi gegn Álaborg

Aron Pálmarsson átti beinan þátt í tíu mörkum í dag.
Aron Pálmarsson átti beinan þátt í tíu mörkum í dag. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson var áberandi í liði Barcelona þegar liðið vann danska liðið Álaborg 42:33 í Meistaradeildinni í handknattleik í dag. 

Barcelona lék á heimavelli og hafði góð tök á leiknum. Aron skoraði 5 mörk og gaf 5 stoðsendingar gegn dönsku meisturunum en þar er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari. 

Barcelona hefur unnið alla fimm leiki sína í keppninni á nýju keppnistímabili og fór upp fyrir Veszprém með sigrinum. Álaborg hefur einnig byrjað vel og er í 3. sæti riðilsins með fjóra sigra en tvö töp. 

mbl.is