Fleiri leikjum frestað

Tveimur landsleikjum Frakka hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Tveimur landsleikjum Frakka hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. AFP

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, setti inn færslu á vef sambandsins í gær þar sem fram kemur hvaða leikjum í undankeppni EM karla yrði frestað vegna kórónuveirunnar.

Ekki er einungis um að ræða leik hjá Íslendingum því í gær var alls sjö leikjum frestað vegna faraldursins.

Ekki fylgir því nánari rökstuðningur varðandi hvern leik fyrir sig heldur er í tilkynningunni almennt orðalag að frestanir tengist veirunni og sóttvarnaaðgerðum.

Ekki hefur ný dagsetning verið fundin í neinu tilfelli en leikirnir áttu að fara fram víðs vegar um álfuna. Belgar, Tékkar og Færeyingar lenda í því að báðum leikjum þeirra í þessu landsleikjahléi er frestað.

Tveimur leikjum er frestað í 1. riðli og eru það viðureignir Frakka og Belga annars vegar og Belga og Serba hins vegar sem fara áttu fram 5. og 7. nóvember.

Í 3. riðli eru um tvær viðureignir hjá Tékkum og Færeyingum að ræða sem vera áttu 4. og 7. nóvember.

Færeyingar standa þá frammi fyrir því að spila ekki í þessu landsleikjahléi. Í 6. riðli er leikjum Hvít-Rússa og Ítala frestað annars vegar og leik Norðmanna og Letta hins vegar. Leikirnir áttu báðir að fara fram 4. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert