Kristján Örn kemur ekki frá Frakklandi

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. Haraldur Jónasson/Hari

Enn ein breytingin hefur verið gerð á landsliðshópi karla í handknattleik en Ísland tekur á móti Litháen í undankeppni EM í Laugardalshöll á miðvikudaginn. 

Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður Tvis Holstebro í Danmörku, kemur inn í hópinn í stað skyttunnar Kristjáns Arnar Kristjánssonar. 

Kristján var í gær kallaður inn í hópinn fyrir Arnór Þór Gunnarsson. Nú er komið babb í bátinn og Kristján getur ekki svarað kallinu. Á hann í hættu að lenda í sóttkví eftir að liðsfélagar hans hjá Aix í Frakklandi greindust með kórónuveiruna. 

mbl.is