Viktor með bestu markvörsluna í Evrópudeildinni (myndskeið)

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður.
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, átti bestu markvörsluna í síðustu umferð Evrópudeildarinnar þar sem hann varði mark GOG í sigurleik gegn Pelister frá Norður-Makedóníu.

EHF valdi fimm bestu markvörslurnar í umferðinni og setti Viktor Gísla í fyrsta sætið, fyrir að verja tvisvar úr dauðafæri í sömu sókninni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði:

Fimm bestu vörslurnar

mbl.is