Eyjamaðurinn í liði umferðarinnar

Hákon Daði Styrmisson sló í gegn í sínum fyrsta landsleik.
Hákon Daði Styrmisson sló í gegn í sínum fyrsta landsleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson er í liði fyrstu og annarrar umferðar undankeppni Evrópumótsins í handbolta eftir frammistöðuna í 36:20-sigrinum á Litháen í Laugardalshöll síðasta miðvikudag.

Hákon gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í átta skotum í sínum fyrsta landsleik en sjö markanna gerði hann í fyrri hálfleik.

Evrópska handknattleikssambandið birti myndband með liði umferðanna og er Hákon þar í félagsskap með mönnum á borð við Kiril Lazarov.

mbl.is