52 sigrar í röð hjá Aroni

Aron Pálmarsson er að gera magnaða hluti með Barcelona.
Aron Pálmarsson er að gera magnaða hluti með Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Barcelona hafði betur gegn Puente Genil á útivelli í spænsku 1. deildinni í handbolta í dag, 29:20. Var sigurinn sá 52. í röð hjá Barcelona í öllum keppnum.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum hjá Barcelona. Liðið er í toppsæti deildarinnar með 22 stig eftir ellefu leiki og markatöluna 173 mörk í plús.

Barcelona tapaði síðast fyrir Pick Szeged frá Ungverjalandi í Meistaradeildinni 14. september á síðasta ári.

mbl.is