Aron og félagar unnu toppliðið

Aron Dagur Pálsson.
Aron Dagur Pálsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Dagur Pálsson skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar í 34:30-sigri Alingsås HK á Kristianstad í efstu deild sænska handboltans í dag.

Í liði Kristianstad skoraði Ólafur Guðmundsson þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar en liðsfélagi hans Teitur Einarsson skoraði tvö mörk og lagði upp fimm.

Kristianstad hefur 16 stig í toppsætinu en Alingsås 15 í 2.-3. sæti.

mbl.is