Bjarki atkvæðamikill í Íslendingaslag

Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Rhein-Neckar Löwen vann 26:18-sigur á Lemgo í efstu deild þýska handboltans í dag. Bjarki Már Elísson var að vanda á meðal atkvæðamestu manna í Lemgo og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum.

Alexander Petersson lék ekki með Löwen í dag vegna meiðsla en Ýmir Örn Gíslason lék með liði Löwen í dag.

Rhein-Neckar Löwen hefur 14 stig í efsta sæti deildarinnar, fjórum meira en Kiel í 2. sæti. Lemgo hefur átta stig í 8. sæti en Bjarki Már er á meðal markahæstu manna í deildinni.

Í B-deildinni í Þýskalandi vann Aue 28:27-sigur á Bietigheim sem leikur undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar.

Arnar Birkir Hálfdanarson skoraði eitt mark fyrir Aue í dag en markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson varði fjögur skot fyrir Aue og var með 23,5% markvörslu.

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarsson varði sjö skot í markinu hjá Bietigheim og var með 22,6% markvörslu.

Aue hefur sex stig eftir þrjá leiki en Bietigheim tvö eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert