Hildigunnur skoraði tvö mörk í tapi

Hildigunnur Einarsdóttir í landsleik.
Hildigunnur Einarsdóttir í landsleik. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir landsliðskona í hand­knatt­leik skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í fjögurra marka tapi gegn Neckarsulmer í efstu deild þýska handboltans í dag, 30:26.

Hildigunnur og stöllur í Leverkusen hafa átta stig í níunda sæti eftir átta umferðir og hafa unnið fjóra leiki og tapað fjórum.

Landsliðskonan Díana Magnúsdóttir skoraði svo eitt mark í 23:18-sigri Sachsen Zwickau á Waiblingen í B-deildinni. Sachsen Zwickau hefur 12 stig eftir sjö leiki og er þremur stigum frá toppnum í þriðja sæti.

mbl.is