Ótrúleg markvarsla Viktors tryggði sigurinn

Viktor Gísli Hallgrímsson sáttur í leikslok.
Viktor Gísli Hallgrímsson sáttur í leikslok. Ljósmynd/Skjáskot:TV2.

Viktor Gísli Hallgrímsson reyndist hetja GOG gegn Skanderborg í efstu deild danska handboltans í dag er lið hans vann 29:28 í algjörum naglbít.

GOG var marki yfir þegar Mads Kalstrup  fékk boltann aleinn á línunni er átta sekúndur voru eftir. Viktor Gísli æddi út af línunni og gerði sig breiðan og varði skotið glæsilega.

Honum var fagnað gríðarlega af liðsfélögum sínum í leikslok en hann varði 16 skot eða 39% af þeim skotum sem hann fékk á sig.

GOG endurheimti toppsætið með sigrinum og hefur þar 20 stig að loknum 11 leikjum.  Skanderborg hefur 13 stig í 5. sæti.

Fjallað var um markvörslu Viktors Gísla hér í frétt TV2.

Líkt og Handbolti.is greindi frá fyrr í dag lék Sveinn Jóhannsson ekki með SønderjyskE vegna meiðsla er liðið vann 32:24 sigur á Bjerringbro í dag.

SønderjyskE hefur 11 stig í 8. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert