Úr FH til Svíþjóðar

Bjarni Ófeigur Valdimarsson er farinn til Svíþjóðar.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson er farinn til Svíþjóðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur gert samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Skövde en hann fer til Svíþjóðar frá FH.

Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Bjarna sem gengur strax í raðir sænska félagsins.

Bjarni Ófeigur kom til FH árið 2018 frá Val, en hann var áður að láni hjá Gróttu. Bjarni hefur verið einn besti leikmaður FH síðustu ár og átti hann stóran þátt í að liðið varð bikarmeistari fyrir tveimur árum.

Bjarni skoraði 45 mörk í 14 leikjum með FH á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert