Fimm mörk fyrir toppliðið

Elliði Snær Viðarsson í leik með Gummersbach.
Elliði Snær Viðarsson í leik með Gummersbach. Ljósmynd/Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum er Gummersbach hélt áfram sigurgöngu sinni í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag. Liðið vann 26:25-sigur á Hamburg í toppbaráttunni.

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið Gummersbach sem er á toppi B-deildarinnar með tíu stig eftir sex fyrstu leiki sína en liðið hefur nú unnið þrjá í röð.

Þá spilaði Arnór Þór Gunnarsson með Bergischer í þýsku efstu deildinni og mátti þola 32:27-tap gegn Kiel. Íslenski hornamaðurinn skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn en Bergischer er í 12. sæti eftir sjö leiki.

mbl.is