Óðinn með fjögur í jafntefli

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur í kvöld. mbl.is/Hari

Óðinn Þór Rík­h­arðsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum fyrir Holstebro sem heimsótti Kolding í dönsku efstu deildinni í handknattleik í kvöld. Leiknum lauk með 32:32 jafntefli.

Ágúst Elí Björgvinsson kom við sögu í marki heimamanna í Kolding en náði sér þó ekki á strik. Hann varði eitt af þeim ellefu skotum sem hann fékk á sig. Kolding er í 8. sæti eftir 12 leiki með 11 stig en Holstebro hefur spilað 11 leiki og er í 4. sæti með 14 stig. Aalborg er á toppnum með 21 stig.

mbl.is