Íslenskir sigrar í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson í leik með Barcelona.
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Tveir leikir fóru fram í Meistaradeild karla í handknattleik í kvöld og voru Íslendingar í báðum sigurliðunum.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir spænska stórlið Barcelona sem vann 32:26-sigur á hans gömlu félögum í Kiel í Þýskalandi. Barcelona er á toppi B-riðilsins með fullt hús stiga eftir sex leiki.

Þá skoraði Sigvaldi Guðjónsson tvö mörk fyrir Kielce frá Póllandi sem vann Vardar Skopje í Makedóníu, 33:29. Kielce er á toppi A-riðilsins með 11 stig eftir sjö leiki.

mbl.is