Markamaskína með veiruna

Kiril Lazarov, stórskytta N-Makedóníu, lætur vaða á mark Íslands í …
Kiril Lazarov, stórskytta N-Makedóníu, lætur vaða á mark Íslands í leik í Laugardalshöllinni. mbl.is/Golli

Einn markahæsti leikmaður handboltasögunnar greindist í vikunni með kórónuveiruna sem fer geyst um heimsbyggðina. 

Um er að ræða Makedónann Kiril Lazarov sem leikið hefur fjölda leikja gegn íslenska landsliðinu síðustu tvo áratugina eða svo. Kom þetta fram í erlendum fréttum á netmiðlinum Handbolti.is

Örvhenta stórskyttan sem eitt sinn varð Evrópumeistari með Guðjóni Vali Sigurðssyni hjá Barcelona leikur nú með Nantes í Frakklandi og hefur farið nokkuð víða um Evrópu á glæsilegum ferli. 

Markverðir í frönsku deildinni og í Meistaradeildinni geta andað léttar um stund á meðan Lazarov er einnig tekinn úr umferð utan vallar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert