Níu mörk í öðrum sigrinum í röð

Oddur Gretarsson var í stuði hjá Balingen.
Oddur Gretarsson var í stuði hjá Balingen.

Oddur Gretarsson átti stórleik fyrir Balingen sem vann sinn annan sigur í röð í þýsku efstu deildinni í handknattleik í kvöld. Oddur skoraði níu mörk er liðið vann 34:32-útisigur gegn Erlangen.

Balingen er nú með fjögur stig eftir átta leiki en liðið tapaði fyrstu sex deildarleikjum sínum á tímabilinu. Þá vann Göppingen 29:20-útisigur gegn Nordhorn í nokkuð þægilegum sigri en Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir gestina.

Þá átti Íslendingalið Magdeburg að leika heimaleik gegn Essen en honum var frestað vegna kórónuveirusmits. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon spila með liði Magdeburg.

mbl.is