Átta mörk dugðu ekki til sigurs

Ólafur Andrés Guðmundsson
Ólafur Andrés Guðmundsson Ljósmynd/Kristianstad

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði átta mörk fyrir Kristianstad sem þó mátti þola 24:23-tap gegn Skövde í sænsku efstu deildinni í handknattleik í dag.

Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad en Bjarni Ófeigur Valdimarsson er nýkominn til Skövde og var ekki með liðinu í dag. Aron Dagur Pálsson skoraði fjögur mörk fyrir Alingsås  sem tapaði sömuleiðis, 30:28 á útivelli gegn Varberg. Kristianstad er í 3. sæti og Alingsås í því fimmta.

mbl.is