Lærisveinar Guðjóns unnu toppslaginn

Elliði Snær Viðarsson í leik með Gummersbach.
Elliði Snær Viðarsson í leik með Gummersbach. Ljósmynd/Gummersbach

Gummersbach vann 34:26-sigur á Dessauer í toppslag þýsku B-deildarinnar í handknattleik í kvöld. Með sigrinum fer Gummersbach á toppinn, liðið er með 12 stig eftir sjö leiki eins og Dessauer sem hefur þó leikið níu sinnum.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum fyrir Gummersbach en liðið er þjálfað af Guðjóni Val Sigurðssyni. Erfitt er þó að rýna mikið í töfluna í B-deildinni en mikið hefur þurft að riðla til og fresta leikjum vegna kórónuveirufaraldursins. Sum lið hafa spilað níu leiki og önnur bara þrjá.

mbl.is