Heldur áfram að slá í gegn í Þýskalandi

Viggó Kristjánsson hefur farið á kostum með Stuttgart á leiktíðinni.
Viggó Kristjánsson hefur farið á kostum með Stuttgart á leiktíðinni. Ljósmynd/Stuttgart

Tímabil landsliðsmannsins Viggós Kristjánssonar heldur áfram að vera magnað en Íslendingurinn skoraði ellefu mörk í 30:34-tapi Stuttgart gegn Flensburg á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Viggó skoraði mörkin 11 úr 16 skotum og var auk þess með fjórar skráðar stoðsendingar. Elvar Ásgeirsson lék ekki með Stuttgart í dag.

Þrátt fyrir tapið er Stuttgart í fjórða sæti með ellefu stig en Flensburg er í þriðja sæti með tólf stig og með tvo leiki til góða. 

Viggó er búinn að skora 71 mark á tímabilinu, jafnmörg og Austurríkismaðurinn Robert Weber hjá Nordhorn og eru þeir markahæstir allra í deildinni. Bjarki Már Elísson hjá Lemgo er jafn í þriðja sæti með 56 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert