Evrópumótið eingöngu í Danmörku

Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið.
Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið. AFP

Evrópumót kvenna í handknattleik fer fram í Danmörku í desember en mótið átti upprunalega að fara fram í Noregi og Danmörku en vegna harðra sóttvarnaraðgerða í Noregi hefur allt mótið verið flutt til Danmerkur.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, og danska handknattleikssambandið hafa komist að samkomulagi við dönsk heilbrigðisyfirvöld.

Leikið verður í Herning og Kolding og fer mótið af stað þann 3. desember næstkomandi. Ísland verður með einn fulltrúa á mótinu en Þórir Hergeirsson hefur þjálfað norska kvennalandsliðið síðan 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert