Í liði umferðarinnar í þriðja sinn

Rúnar Kárason er að spila vel.
Rúnar Kárason er að spila vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúnar Kárason er í liði 13. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Er það í þriðja sinn á leiktíðinni sem Rúnar er í liðinu og í annað sinn í röð.

Rúnar skoraði átta mörk úr níu skotum og átti eina stoðsendingu þegar Ribe-Esbjerg mátti þola 24:30-tap fyrir Holstebro á útivelli.

Lið 13. umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta:

Markvörður: Josip Cavar SønderjyskE

Vinstra horn: Martin Bisgaard Fredericia

Vinstri skytta: Nikolaj Læsø Aalborg

Miðjumaður: Mark Nikolajsen Lemvig

Hægri Skytta: Rúnar Kárason Ribe-Esbjerg

Hægra horn: René Rasmussen, Skjern

Línumaður: Emil Berghold Mors-Thy

mbl.is