Íslenskur markvörður greindist með veiruna

Sveinbjörn Pétursson
Sveinbjörn Pétursson Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson greindist með kórónuveiruna á dögunum en hann var einn nokkurra leikmanna þýska liðsins Aue sem greindist með veiruna.

Sveinbjörn er búinn að jafna sig og segist í samtali við vermiliðinn akureyri.net vera orðinn hress.

Fleiri smit greindust hjá Aue í vikunni og er liðið því aftur komið í sóttkví og leikjum þess verið frestað. Aue hefur aðeins leikið fjóra leiki á tímabilinu, unnið þrjá og tapað einum.

Arnar Birkir Hálfdánsson leikur einnig með Aue.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert