Smit hjá Íslendingaliði

Aðalsteinn Eyjólfsson.
Aðalsteinn Eyjólfsson. Ljósmynd/Erlangen

Handknattleiksþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans hjá svissneska liðinu Kadetten eru komnir í tíu daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá leikmanni liðsins. 

Smitið greindist eftir ferð til Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni í síðustu viku. Aðalsteinn staðfesti tíðindin við Handbolta.is.

Hefur þremur leikjum liðsins verið frestað vegna atviksins en Kadetten átti að mæta Tatabanya frá Ungverjalandi í Evrópudeildinni á morgun.

„Það er alveg nýtt hjá á þjálfaraferlinum að skipuleggja æfingar fyrir hóp manna sem verður í einangrun í tíu daga,“ sagði Aðalsteinn m.a. við Handbolta.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert