Dregið hjá FH á morgun

Einar Rafn Eiðsson er einn af lykilmönnum FH.
Einar Rafn Eiðsson er einn af lykilmönnum FH. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Karlalið FH tekur þátt í Evrópubikarkeppni í handbolta á tímabilinu og kemur í ljós á morgun hvaða liði Hafnarfjarðarliðið dregst á móti. FH kemur inn í 32-liða úrslit keppninnar en íslenska liðið sat hjá í fyrstu tveimur umferðunum.

Liðunum hefur verið skipt niður í tvo flokka og innan flokkanna eru tveir pottar. FH er í fyrsta flokki í potti eitt og mun dragast gegn liðum úr potti tvö í fyrsta flokki.

Mögulegir andstæðingar FH:

Ystad, Svíþjóð
Robe Zubri, Tékklandi
Kelag Ferlach, Austurríki
Tenax Dobele, Lettlandi
West Wien, Austurríki
Gorenja Velenje, Slóveníu
Pölva Serviti, Eistlandi
Granitas-Karys, Litháen

mbl.is