Stórleikur Selfyssingsins dugði ekki til

Ómar Ingi Magnússon lék vel í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon lék vel í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir þýska liðið Magdeburg er það heimsótti Alingsås í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Dugði það ekki til því sænska liðið vann 30:29-sigur.

Ómar skoraði átta mörk og gaf þrjár stoðsendingar og var markahæstur allra ásamt Andreas Lang hjá Alingsås. Aron Dagur Pálsson átti flottan leik fyrir Alingsås og skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg.

Eru liðin í tveimur efstu sætum C-riðils með fjögur stig eftir þrjá leiki.

mbl.is