Hafnfirðingar á leið til Tékklands

FH-ingar mæta Robe Zubrí í Evrópukeppni félagsliða.
FH-ingar mæta Robe Zubrí í Evrópukeppni félagsliða. mbl.is/Íris

FH mætir tékkneska liðinu Robe Zubrí í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik en dregið var í Vín í Austurríki í dag.

Til stendur að fyrri viðureignin fari fram 12. eða 13. desember og sú seinni 19. eða 20. desember.

Fyrri viðureign liðanna mun fara fram í Kaplakrika en sú síðari á heimavelli Robe Zubrí í Tékklandi.

Robe Zubrí er í sjötta sæti tékknesku úrvalsdeildarinnar með 8 stig eftir sjö umferðir.

Þá mæta Óskar Ólafsson og liðsfélagar hans í Drammen liði Ferlach frá Austurríki.

Drátturinn í heild sinni:

Ystads – Tallinn
Neva SPb – Tenax Dobele
Gorenje Velenje – Cocks
Berchem – West Wien
Ferlach – Drammen
Pölva Serveti – Dukla Prag
FH – Robe Zubří
Granitas – Povazska Bystrica

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert