Smit hjá Íslendingaliði

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach. mbl.is / Hari

Kórónuveirusmit hefur greinst hjá þýska handboltaliðinu Gummersbach sem leikur í næstefstu deild. 

Félagið segir frá þessu á heimasíðu sinni en þar kemur einnig fram að leikmaðurinn sem greindist jákvæður sé einkennalaus. 

Næstu tveimur leikjum Gummersbach hefur verið frestað vegna þessa. 

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson leikur með liðinu. 

mbl.is