Aron fagnaði sigri á gamla félaginu

Aron Pálmarsson í leik með Barceolna fyrr á árinu.
Aron Pálmarsson í leik með Barceolna fyrr á árinu. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona í 29:25 sigri liðsins gegn Kiel í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í kvöld.

Barcelona hefur verið í algjörum sérflokki í riðlinum og hefur nú unnið alla sjö leiki sína. Kiel, liðið sem Aron hóf atvinnuferilinn með, er í fjórða sæti riðilsins.

Aron hefur skorað 22 mörk í leikjunum sjö í Meistaradeildinni til þessa.

mbl.is