Vongóðir um að fá leyfi til æfinga

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, lengst til vinstri.
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, lengst til vinstri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segist vongóður um að iðkendur handbolta fái leyfi til æfinga að nýju í næstu viku.

 „Við erum vongóðir um að opnað verði fyrir æfingar í næstu viku þótt ástandið hafi eitthvað örlítið versnað síðustu daga varðandi veirusmitin,“ segir Róbert í samtali við Handbolta.is

Hann segir mikilvægt að koma handboltafólki aftur á æfingar sem fyrst, enda hafi það fæst fengið að æfa frá því í byrjun október.

„Ég er bjartsýnn á að við megum fara að æfa sem allra fyrst. Það er ekkert annað í spilunum að mínu mati. Ég tel þess utan það vera alveg nauðsynlegt eftir langt hlé,“ segir Róbert einnig í samtali sínu við Handbolta.is.

Hann bætir því við að framhald á mótahaldi velti á því til hvaða sóttvarnaraðgerða verði gripið í miðri næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert