Nítján smitaðir í Íslendingaliði

Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með GOG.
Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með GOG. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Nítján kórónuveirusmit hafa greinst hjá leikmönnum og starfsmönnum danska handknattleiksfélagsins GOG. Handbolti.is greinir frá.

Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með liðinu en samkvæmt frétt vefmiðilsins er hann ekki á meðal þeirra smituðu.

GOG lék við Lemvig í síðustu viku og liggur grunur um smit hjá leikmannahópi Lemvig eftir leikinn við GOG. Er hópsmitið með því stærra sem upp hefur komið hjá íþróttaliði í Evrópu og hefur tveimur síðustu leikjum liðsins verið frestað.

Grunur leikur á að rætur smitanna megi rekja til heimsóknar nokkurra leikmanna á skemmtistað. 

mbl.is