Skoraði fimm mörk í sigri á toppliðinu

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með Holstebro fyrr á árinu.
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með Holstebro fyrr á árinu. Ljósmynd/Holstebro

Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik fyrir Holstebro þegar liðið sigraði Álaborg, topplið dönsku 1. deildarinnar í handknattleik karla, í kvöld. Skoraði Óðinn fimm mörk í sterkum 33:31 sigri.

Með sigrinum er Holstebro komið upp í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 144 umferðum, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Álaborgar.

Óðinn hefur nú skorað 35 mörk í leikjunum 14 í deildinni á þessu tímabili.

mbl.is