Stórleikur Ómars dugði ekki til

Ómar Ingi Magnússon í landsleik á síðasta ári.
Ómar Ingi Magnússon í landsleik á síðasta ári. Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg í 29:33  tapi gegn Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í dag. Ómar var markahæstur í leiknum og skoraði 10 mörk úr 13 skotum, auk þess sem hann gaf 4 stoðsendingar fyrir samherja sína.

Þá skoraði Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 mörk úr 4 skotum fyrir Magdeburg og gaf eina stoðsendingu.

Magdeburg siglir lygnan sjó um miðja deild þar sem liðið er í 12. sæti með 8 stig eftir 8 leiki. Leipzig komst með sigrinum upp í 6. sæti deildarinnar með 11 stig eftir eftir 9 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert