Þjóðverjar og Rússar byrja á sigri

Julia Maidhof hjá Rúmeníu í baráttu við Cristinu Neagu og …
Julia Maidhof hjá Rúmeníu í baráttu við Cristinu Neagu og Cristinu Laslo hjá Rúmeníu í leiknum í dag. AFP

Lokakeppni EM kvenna í handknattleik í Danmörku hófst í dag með tveimur leikjum. Þýskaland vann opnunarleikinn gegn Rúmeníu með 22 mörkum gegn 19 í D-riðlinum. Þá vann Rússland góðan 31:22 sigur gegn Spáni í B-riðlinum.

Leikmenn deildu mörkunum systurlega á milli sín í leik Þýskalands og Rúmeníu. Þar voru markahæstar með fjögur mörk hvor þær Emily Bölk, Kim Naidzinavicius og Julia Maidhof hjá Þjóðverjum og Cristina Neagu hjá Rúmenum.

Í leik Rússlands og Spánar var það sama uppi á teningnum. Þar voru markahæstar með fjögur mörk hvor þær Vladlena Bobrovnikova, Daria Dmitrieva, Kristina Kozhokar og Antonina Skorobogatchenko hjá Rússum og þær Jennifer Gutiérrez Bermejo, Nerea Pena og Carmen Martín hjá Spánverjum.

Klukkan 19:30 fara fram tveir leikir til viðbótar. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, og Pólland etja þar kappi í D-riðlinum og Svíþjóð mætir Tékklandi í B-riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert