Svíþjóð í milliriðla

Það var hart barist í leik Spánverja og Svía.
Það var hart barist í leik Spánverja og Svía. Ljósmynd/EHF

Svíþjóð er komin í milliriðla á EM kvenna í handbolta í Danmörku eftir 23:23-jafntefli við Spán í dag. Spánverjar voru með 13:10-forskot í hálfleik en sænska liðið var sterkara í þeim seinni og tryggði sér jafntefli.  

Sænska liðið er komið í milliriðla eftir úrslitin en Svíþjóð vann Tékkland í fyrstu umferðinni og er því með þrjú stig, einu stigi minna en Rússland sem er með fjögur á toppnum. Spánn er með eitt stig.

Melissa Petren var markahæst í sænska liðinu með átta mörk og Linn Blohm skoraði fimm. Nerea Pena skoraði sex fyrir Spán og Ainhoa Hernánedez gerði fjögur.

Þá vann Serbía 29:25-sigur á Hollandi í frestuðum leik, en smit greindist í herbúðum Serba á dögunum og þurfti liðið því að fara í stutta einangrun. Það virtist standa í serbneska liðinu því staðan í hálfleik var 15:9, Hollandi í vil.

Serbía var hins vegar miklu betri aðilinn í seinni hálfleik og í stöðunni 22:16 skoraði Serbía sjö mörk í röð. Serbneska liðið gerði svo fimm af síðustu sex mörkunum og tryggði sér sætan sigur.

Katarina Rrpez-Slezak skoraði tíu mörk fyrir Serbíu og Danick Snelder skoraði fimm fyrir Holland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert